Litla Lesrún

40 Lesið áfram um ofurhetjupælingar Söru. Sara kinkaði kolli og sagði: - En pabbi, hann Súpermann er nú samt svolítið vitlaus. - Nú af hverju segir þú það? spurði pabbi undrandi. - Sko, hann fer alltaf í nærbuxur utan yfir buxurnar sínar. - Ha, ha, þú ert nú meiri grín-Saran. Svona, taktu viskustykkið og þurrkaðu þetta leirtau. Sara horfði hugsandi á köflótt viskustykkið sem pabbi rétti henni. - Af hverju heitir þetta viskustykki? Ég get nú ekki séð að þessi tuska sé neitt gáfuð. Pabbi skellti upp úr: - Ég hef bara ekki hugmynd um af hverju þetta heitir viskustykki. Sara sveipaði viskustykkinu um hálsinn og lét það hanga eins og skikkju niður eftir bakinu. - Sara ofurhetja kemur til bjargar, hrópaði hún og rétti aðra höndina fram með krepptum hnefa. - Með viskustykki um hálsinn verða mér allir vegir færir!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=