Litla Lesrún
38 Viskustykkið Hver er uppáhalds ofurhetjan ykkar? Sara og pabbi eru að vaska upp og spjalla saman. Lesið samtal þeirra feðgina um ofurhetjur. - Pabbi, hvað er ofurhetja? spurði Sara og horfði stórum augum á pabba sinn. Pabbi leit á hana og þurrkaði hendur sínar á viskustykki. - Ofurhetja, segir þú? Hún mamma þín er nú uppáhalds ofurhetjan mín, sagði hann og brosti. - Pabbi, ég meinti það ekki, svaraði Sara þreytulega. Pabbi hugsaði sig um. - Ofurhetja er manneskja sem framkvæmir hetjudáðir og hefur einhverja hæfileika sem venjulegt fólk hefur ekki, sagði pabbi og bætti við: - Eins og hann Súpermann. Hann er mjög sterkur, sér í gegnum hús og getur flogið. En svo er hann líka góður og hjálpsamur og kemur fólki sem er í vandræðum til bjargar. Samsett orð eru búin til úr tveimur eða fleiri orðum. Finnið nokkur samsett orð í textanum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=