Litla Lesrún

32 Steingrímur Ég heiti Grímur og er myndhöggvari. Ég er líka ofurhetja og þegar ég breytist í hana heiti ég Steingrímur. Þá verða fætur mínir og hendur harðar sem grjót og ég verð mjög sterkur. Þannig get ég haldið uppi mörg hundruð kílóum. Þá verða nú margir steinhissa. Ég er mjög vatnshræddur enda sekk ég um leið og ég kem ofan í vatn. Búningurinn minn er grár og mosagrænn. Ég er með grænt hár. • myndhöggvari • ofurhetja • Steingrímur • steinhissa • vatnshræddur • mosagrænn Litið Steingrím í réttum litum. Einkunnarorð mín eru: Steingrímur sterki – kemur sér fljótt að verki! Strikið undir þessi samsettu orð í textanum: Samsett orð eru búin til úr tveimur eða fleiri orðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=