Litla Lesrún

17 Í lok sögunnar byrjar að rigna. Hvað haldið þið að Snúður geri til að skýla þúsundfætlunum frá rigningunni? Skyndilega byrjar að rigna. - Oj, við hötum rigningu, segja þúsundfætlurnar. - Þið megið koma undir kuðunginn minn, segir Snúður. Þúsundfætlurnar skríða undir kuðunginn. - En hvað hér er hlýtt og gott, segja þær. - Mikið ert þú sterkur að geta borið heilt hús á bakinu. Takk fyrir að leyfa okkur að vera hér. Snúður, snigillinn sterki brosir og segir l ö t u r h æ g t : - Mín er ánægjan. Teiknið mynd af Snúði og vinum hans í lok sögunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=