Litla Lesrún

14 Maurarnir stungu Snúð af og hann er leiður. En hverja ætli hann hitti næst? Lesið áfram um snigilinn hægfara. Snúður sest upp á stein og kastar mæðinni. Tvær þúsundfætlur trítla blaðrandi fram hjá. - Góðan dag, segir Snúður. - Góðan dag, góðan dag, segja þúsundfætlurnar. - Viljið þið leika við mig? spyr Snúður hikandi. - Já auðvitað, auðvitað, segja þúsundfætlurnar. - Komdu með okkur. Við erum að fara í fótbolta með maurunum. Snúður silast l ö t u r h æ g t af stað á eftir þúsundfætlunum. En þær eru allt of snarar í snúningum og Snúður nær ekki að fylgja þeim. • Hvað ætlar Snúður að gera með þúsundfætlunum? • Hvað haldið þið að þúsundfætlur séu með marga fætur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=