Litla Lesrún

12 Snigillinn Snúður Lesið um snigilinn Snúð og ævintýri hans. Litið síðan yfir öll orðin í textanum sem eiga við um nafnið hans, vini og húsið sem hann ber á bakinu. Þetta er Snúður. Hann er snigill. Þegar Snúður fæddist leit mamma hans á kuðunginn og sagði: - Þú líkist mest snúði svo ég ætla að nefna þig Snúð. Snúður er prúður snigill. - Góðan dag, segir hann þegar maurarnir ganga fram hjá honum. - Góðan dag, Snúður, segja maurarnir. Viltu koma í fótbolta? - Það vil ég, segir Snúður og flýtir sér á eftir maurunum. En maurarnir ganga miklu hraðar en Snúður svo fljótlega er hann orðinn einn á ferð. Snúður er afskaplega leiður. Hann vill ganga hraðar en sniglar hafa þungan kuðung á bakinu og bara einn fót. Þess vegna sniglast sniglar áfram – l ö t u r h æ g t. Nafn snigilsins Vinir hans Húsið hans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=