Litla Lesrún

10 Ormur ofurhetja Oft getur mynd sagt meira en þúsund orð. Í myndasögum eru það myndirnar sem segja söguna en stundum er líka texti í talblöðrum. Lesið um Orm ofurhetju og ljúkið við myndasöguna. Ormur er maðkur. Ormur er brúnn og mjór ánamaðkur. Ormur býr í holu. Ormur býr í moldarholu. Ormur er alltaf inni. Ormur sefur mikið. Ormi leiðist. Ormur skríður út úr holunni sinni og lítur í kringum sig. Úti er rigning. Nokkrir maðkar skríða upp á gangstéttina. Kona í svörtum stígvélum hraðar sér eftir gangstéttinni. Hún er að tala í síma og tekur ekki eftir því að hún stígur á maðkana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=