Litla Lesrún

8 Sæhestar Ræðið saman um dýrin í sjónum og teljið upp eins mörg og þið getið. Hafið þið heyrt um hesta sem lifa í sjónum? Sæhestar eru sjávardýr sem gaman er að lesa um. Sæhestar eru skrýtin sjávardýr. Hausinn á þeim líkist hestshaus og þeir eru með hala sem þeir nota til að festa sig við kórala og þörunga. Sæhestar komast ekki hratt á milli staða. Þeir nota eyr- uggana og synda uppréttir. Þeir geta breytt um lit eftir umhverfi sínu. Sæhestar lifa í hlýjum sjó og éta alls kyns smádýr af hafsbotni. Þeir geta orðið fjögra ára gamlir. Það sérstaka við sæhesta er að karlinn gætir eggjanna. Eggin eru geymd í poka á maganum á honum þar til þau klekjast út og verða að litlum sæhestabörnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=