Lína

31 Um notkun Áður en barnið les textann í bókinni er æskilegt að það sé hvatt til að velta fyrir sér efni hennar, skoða myndirnar og geta sér til um innihaldið. Þetta ættu foreldrar/kenn- ari og barn helst að gera sameiginlega. Í gegnum sam- ræður gefst tækifæri til að byggja upp eftirvæntingu og kynna orðin sem verða á vegi barnsins í textanum. Þegar barnið hefur lesið textann má svo ræða hann betur og spyrja spurninga úr honum til að ganga úr skugga um lesskilning. Þá getur líka verið gaman að velta fyrir sér hvað gæti gerst í framhaldinu, t.d. hvern- ig Línu muni vegna hjá Æsu og lömbunum, hvort hún sakni vina sinna og gula kofans o.s.frv. Hugsanlega hafa börnin heyrt sögur af dýrum sem ganga dýri af annarri tegund í foreldrastað eða stofna til vináttu. Þurfa t.d. allir að vera eins til að vera vinir? Getur verið spennandi að kynnast fólki úr öðruvísi umhverfi? Þessa umræðu má m.a. tengja umfjöllun um samskipti og vináttu. Ef barn er hæglæst getur verið hvetjandi fyrir það að fullorðinn hefji lesturinn og lesi t.d. fyrstu tvær síðurnar, jafnvel aðra hvora blaðsíðu eða aðra hvora línu til að það gefist ekki upp og njóti þess að upplifa það að hafa lokið við að lesa bók.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=