Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla
Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 9 2. KAFLI Forlidir og stufar rekast stundum a Eins og nefnt var í 1. kafla eru limruhöfundar alls ekki alltaf eins nákvæmir og dæmin þar segja til um. Í þessum kafla skoðum við ýmiss konar frávik. Stundum eru stúfarnir aðeins eitt atkvæði: 2A Það gerðist hér suður með sjó, að Siggi á Vatnsleysu dó, og ekkjan hans, Þóra, var ekki að slóra, til útfarar- -veislu sig bjó. (Sigurður Þórarinsson) Stúfar í 1., 2. og 5. línur eru eitt atkvæði. Í línum nr. 2 og 3 væri rúm fyrir tveggja atkvæða forlið en það rými er ekki nýtt enda fer ágætlega á því að hafa þar eitt atkvæði. 2B Það var logndrífa´ og ládauður sjór, er hinn látni í gröfina fór, og ekkjan með sjarmi brá svuntu að hvarmi, menn sáu að hryggðin var stór. (Sigurður Þórarinsson) Hér er tveggja atkvæða forliður í 2. línu. Stúfurinn í línunni á undan er aðeins eitt atkvæði svo að þetta kemur ágætlega heim og saman. Ordskyringar: logndrífa – snjókoma í kyrru veðri ládauður sjór – sléttur sjór hvarmur – augnalok
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=