Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 6 Forliðir eru algengir í limrum. Oft eru þar tvíkvæðir forliðir (þ.e. tvö atkvæði) vegna þess að ef stúfurinn í línunni á undan er aðeins eitt atkvæði er fullt rými fyrir tveggja atkvæða forlið í næstu línu á eftir. Skoðum dæmi: 1G Þetta land, sem þið lítið nú hér, það var lánað til uppeldis mér. Það er hollt fyrir drengi að hlaupa um engi, með himininn uppi yfir sér. (Valgeir Sigurðsson) Skiptum nú limrunni í kveður. Forliðir eru feitletraðir, stúfar undirstrikaðir: 1H Þetta land, sem þið lítið nú hér, það var lánað til uppeldis mér. Það er hollt fyrir drengi að hlaupa um engi, með himininn uppi´ yfir sér. Í fyrstu línu er tveggja atkvæða forliður. Á tveimur öðrum stöðum eru tvíkvæðir forliðir, þ.e. í 2. og 3. línu. Línurnar á undan þeim enda á stúfum sem eru bara eitt atkvæði. Skoðum nú aftur limru Jóhanns S. Hannessonar, 1AAllir stúfarnir eru tvíkvæðir og allir forliðirnir einkvæðir (þ.e. eitt atkvæði) nema í fyrstu línunni: 1I Það er bannað í Buanos Aires að börn séu að leita sér færis að sjá það í bókum hvað sé undir brókum á samskeytum kviðar og læris. Ef við setjum þessa limru upp eins og óbundið mál og skiptum henni þannig í kveður verður niðurstaðan forvitnileg:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=