Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla
Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 5 1. KAFLI Hrynjandi limrunnar Eins og fram kom í formálsorðum byggjast braglínur limrunnar nánast alltaf á þríliðum. Skoðum nú dæmi: 1A Það er bannað í Buanos Aires að börn séu að leita sér færis að sjá það í bókum hvað sé undir brókum á samskeytum kviðar og læris. (Jóhann S. Hannesson) Skiptum nú limrunni í kveður og skoðum byggingu hennar: 1B Það er bannað í Buanos Aires: 1C að börn séu´ að leita sér færis ( úrfelling , séu´ að ) 1D að sjá það í bókum 1E hvað sé undir brókum 1F á samskeytum kviðar og læris. tvöfaldur forliður forliður forliður forliður forliður þríliður þríliður þríliður þríliður þríliður stúfur stúfur stúfur stúfur stúfur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=