Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 4 Limran er fimm línur. Fyrst eru tvær langar línur, venjulega þrjár kveður, þá koma tvær skammlínur sem ríma saman, hvor þeirra er tvær kveður og svo lokalínan sem er þrjár kveður og rímar við tvær þær fyrstu. Eineygður óðinshani = langlína var alltaf á fullu spani, = langlína enda skrifari góður = skammlína svo skemmtinn og fróður = skammlína og háðfugl á hæsta plani. = langlína (Páll Jónasson) Lögð verður sérstök áhersla á að fara vandlega yfir stuðlasetningu í limrum. Vegna þess að hrynjandin er frábrugðin því sem tíðkast í vísum undir rímnaháttum hættir mörgum til að setja ljóðstafi þar sem áhersla er létt og þá missa þeir gildi sitt. Allt þetta verður skoðað af hinni mestu nákvæmni hér á eftir. Þá er rétt að minna á þá staðreynd, sem þið eigið reyndar að þekkja úr fyrra bragfræðinámi, að það er mjög gott, eiginlega nauðsynlegt, fyrir þá sem ætla að ná tökum á bragreglum að læra nokkur vel valin dæmi utanbókar. Veljið nokkrar limrur, til dæmis úr þessari bók, og lærið þær svo vel að þið getið flutt þær blaðlaust án þess að hika. Slíkt nám er góð æfing fyrir heilann og hjálpar auk þess til við að ná tökum á bragfræðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=