Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla
Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 23 5E Úr limrubók JSH Það er almenningsálit í sveitinni, að ást séra Marteins á geitinni megi hreint ekki lá þegar litið er á hve lík hún er Jórunni heitinni. (Jóhann S. Hannesson) 5F Bíbi ákveður að drífa sig á fætur Ég varla fæ breytt mínum vana nú. Út í vitleysu nýja ég ana nú því aldrei skal hikað við óráð né hvikað. Ég er bara svona og hananú! (Anton Helgi Jónsson) 5G Hulda mín leysir af sem birgðastjóri hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar Að hagræða hlutum er brýnt; ég hef á þeim skipulag fínt. Á lagernum tóma er lífið til sóma og leitun að því sem er týnt. (Anton Helgi Jónsson) Ordskyringar: að lá einhverjum eitthvað – ásaka einhvern, ég lái þér ekki – ég ásaka þig ekki
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=