Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla
Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 21 Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að tala um góðhesta og stóðhesta í sömu limrunni en þegar talið berst að flóðhestum í framhaldi af því fer lesandann að gruna að hér hafi efninu verið hagrætt til að koma rímorðinu að. Tekið skal fram að þetta þykir alls ekki til lýta heldur er þetta eitt megineinkenni á limrum. Þar eru efnistök oft ansi galgopaleg – og eiga að vera það. Stundum gætir ónákvæmni í limruríminu: 4D Sjálfsagt leggst það nú létt í þig en laginu út af það setti mig , þegar ég fann hér í firðinum mann sem fríkkaði þegar hann gretti sig . (Hjálmar Freysteinsson) Strangt tekið rímar orðasambandið létt í þig ekki við setti mig og gretti sig . Í limrum er þó, eins og fyrr kom fram, hefð fyrir því að umgangast rímið af meiri léttúð en tíðkast í öðrum kveðskap og við það situr. Þetta er fyllilega frjálst og leyfilegt af því að þetta er limra. Verkefni: Búið nú til rímorð að hætti limrusmiða. Látið ríma saman orð og orðasambönd og reynið að hafa orðavalið svolítið út úr kortinu, eins og tíðkast í limrum. Gott er að setja inn í sviga fyrir framan orðin tengiorð til að sýna hvernig þið hyggist tengja rímorðin merkingarlega. Skoðið dæmin hér fyrir neðan: (ég hitti) sundmann – (sem grimman) hund fann – (og hræddur um) grund rann (ég leiðir) fer mínar – (á leið til) Berlínar – (því lausnin) er fín þar Ordskyringar: rann – hljóp
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=