Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 20 4. KAFLI Rim i limrum Rím í limrum er oft svolítið lausbeislað miðað við það sem gerist í venjulegum hefðbundnum kveðskap. Skoðum dæmi: 4A Ég sannlega sagt get hvað blús er því sérhæfing mín er sko lúser ; þótt vinning ég fái og velmegun sjái til volæðis ávallt ég fús er . (Anton Helgi Jónsson) Rímorðin hér eru blús er , lúser og fús er . Svona rím er sjaldgæft í vísum undir rímnaháttum en algengt í limrum. 4B Á Írlandi´ er mikið af mýrum og þar ganga kviðmiklar kýr um . Og mér ljúft er að sjá að landinu á er slangur af ófullum Írum . (Jónas Árnason) Nú ríma saman mýrum , kýr um og Írum . Stundum eiga limruhöfundar það til að ríma saman þriggja atkvæða orð og tengingin verður oft svolítið út úr kortinu og nokkuð augljóst að orðin voru valin vegna þess að þau ríma, en ekki af því að þau séu hlaðin sérstakri merkingu eða boðskap. Skoðum aðra limru eftir sama höfund: 4C Þrjátíu og þrjúþúsund góðhesta á Þúfum þeir ala plús stóðhesta . En á næsta bæ, Tröð verður tamningastöð fyrir indverska fíla og flóðhesta . (Jónas Árnason) Ordskyringar: slangur – slatti, dálítið af einhverju

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=