Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 19 c) Búið nú til limruskammlínur á sama hátt og þið gerðuð lengri línurnar í 1. og 2. kafla. Skammlínurnar eiga að vera tvær kveður og sú fyrri er þrjú atkvæði en sú seinni getur sem best verið stúfur, eitt eða tvö atkvæði (má líka vera þrjú atkvæði, sjá 2F). Línurnar verða að sjálfsögðu að ríma saman. Svo verður að huga að stuðlasetningunni. Reglan er sú að stuðlar verða að vera að minnsta kosti tveir, mega vera þrír. Alltaf verður að vera stuðull í fyrsta áhersluatkvæði seinni skammlínunnar. Skammlínurnar gætu til dæmis verið svona: Með h amslausa kæti og h asar og læti (sbr. 3A og 3B) eða að sjá þetta f lón var f áránleg sjón (sbr. 3D) eða Nú h öldum við h eim eftir h rikalegt geim (sbr. 3I) eða við lærum að teikna og r ita og r eikna (sbr. 3E) Búið nú til ykkar eigin skammlínur í samræmi við það sem hér er sýnt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=