Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 18 Verkefni: a) Skoðið nú ljóðstafi í limrunum í 1. og 2. kafla. b) Skiptið eftirfarandi limrum í kveður, merkið sérstaklega forliði og stúfa og dragið hring um ljóðstafina: Hann Sámur var geltinn í gær. Á gamalær rauk hann tvær og elti þær heim. Þá var hundur í þeim en rakkinn var orðinn ær. (Björn Ingólfsson) Einn bergrisi bústinn og pratinn sem við næringaröflun var natinn gleypti í hvelli fólkið á Felli og mælti svo: „Takk fyrir matinn.“ (Jónas Árnason) Hátíðin hún var að byrja. Þá hrópar Steingerður Yrja; „Svein vil ég ei, ég segi sko NEI“. Samt var nú enginn að spyrja. (Hjálmar Freysteinsson) Ef birtist með vetrinum vandinn er viturlegt ráð, segir landinn, að stelast á brott í strandlífið gott og stinga þar hausnum í sandinn. (Anton Helgi Jónsson) Ordskyringar: pratinn – hress, seigur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=