Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 16 Næst sjáum við sérkennilega stuðlun í skammlínunum: 3J Hann S igurður s álugi´ á Vatni, – = frumlína s eint held ég maðurinn batni – = síðlína bæði k onum og k öllum = sérstuðluð lína hann i llt gerði ö llum, = frumlína af ei nstakri vandvirkni´ og natni. = síðlína (Vilfríður vestan) Ordskyringar: natni – iðni, vönduð vinnubrögð Hér eru tvær fyrstu línurnar stuðlaðar á venjulegan hátt, frumlína og síðlína. En nú er fyrri skammlínan sérstuðluð, k í konum og köllum , og seinni skammlínan er með tvo stuðla, i í illt og ö í öllum , sem tengjast höfuðstaf í síðustu línunni, ei í einstakri . Þessi stuðlun á skammlínunum er leyfileg en afar sjaldgæf. Eins og fyrr hefur komið fram geta forliðir aldrei borið ljóðstafi vegna þess að þeir eru áhersluléttir. Skoðum nú limru sem er þannig gerð að einhver gæti ruglast á þessu: 3K Hún var h áleitust h var sem hún stóð og háfættust meðan hún óð elginn um bæinn samt endaði´ hún daginn á endanum lárétt og hljóð. (Rögnvaldur Rögnvaldsson) H -ið í Hún í byrjun fyrstu línunnar er ekki ljóðstafur. Orðin Hún var eru forliður. Fyrsta áherslan kemur á fyrsta atkvæði orðsins háleitust . Fyrir kemur að limruhöfundar hafa tvo stuðla í fyrri skammlínunni, höfuðstaf í þeirri seinni og svo annan tilsvarandi höfuðstaf í 5. línu. Þá eru ljóðstafirnir alls orðnir fjórir. Ordskyringar: vaða elginn – tala í sífellu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=