Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 15 Til að þetta gangi upp með skammlínurnar tvær verður annar stuðullinn að vera í 3. kveðunni þegar búið er að setja línurnar tvær upp sem eina. Alls ekki gengi til dæmis að hafa skammlínurnar svona: 3G Í m jög hlýjum m aga þó endar sú saga. (þessi stuðlun er óleyfileg) Ef við hugsum skammlínurnar tvær sem frumlínu og síðlínu verður niðurstaðan sú að stuðlasetningin í 3G er röng. Þar vantar höfuðstafinn í síðlínunni. Ef línurnar tvær eru settar upp sem ein kemur það sama út (línunni er skipt í kveður með strikinu): 3H Í | m jög hlýjum | m aga þó | endar sú | saga. Hér er 3. kveðan endar sú og þar er enginn stuðull. Þess vegna gengur þetta ekki. Af þessu getum við dregið eftirfarandi reglu um stuðlun í skammlínunum tveimur: Ævinlega verður að vera stuðull í fyrsta áhersluatkvæði seinni skammlínunnar . Nokkuð algengt er að í fyrri skammlínunni séu tveir stuðlar og höfuðstafur í þeirri seinni. Skoðum dæmi: 3I Léttlynda G unna á G lerá = frumlína g iftist samt Jóni á Þverá. = síðlína Nú h oppar um h úsin = frumlína h álft annað dúsin = síðlína af k rökkum sem enginn veit hv er á. = sérstuðluð lína (Ingvar Gíslason) Hér er 3. línan frumlína með tvo stuðla og 4. lína er síðlína með höfuðstaf. Takið eftir því að í 5. línu stuðla saman k og hv . Víðast á landinu er hv fremst í orðum borið fram sem kv . Margir stuðla þess vegna hv við k eins og hér er gert.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=