Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla
Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 14 Nú standa skammlínurnar tvær í rauninni eins og ein frumlína, stuðlarnir eru þá h í halda og hresstist . Höfuðstafurinn er svo í síðustu línunni, h í horfa . Þetta skýrist betur ef við setjum línurnar þrjár upp eins og þær væru tvær: 3C Hún kveðst h alda þeim sið því hún h ressist svo við = frumlína (annar stuðull í 3. kveðu) að h orfa á draugana trimma. = síðlína (höfuðstafur fremst) Mjög algengt er að stuðla þrjár síðustu línurnar eins og gert er í 3B. Athugið að fyrri línan í 3C er fjórar kveður og þess vegna verður annar stuðullinn að vera í 3. kveðunni. Og þið hafið lært að sérhljóðarnir stuðla hver við annan: 3D Að u ppruna e rum við norsk, að i nnræti meinleg og sposk, en langt fram í æ ttir minna ú tlit og hættir á ý su, steinbít og þorsk. (Jóhann S. Hannesson) Þessi limra er stuðluð á sama hátt og 3B nema að hér eru allir ljóðstafir sérhljóðar og svo er stuðullinn í 3. línu í seinni kveðunni. Og ef við hugsum okkur að skammlínurnar tvær geti orðið að einni línu þá geta stuðlarnir í þeirri línu verið í seinni kveðunum tveimur: 3E Hann B árður í Svalvogum b rosti, á b jarndýri reið hann í frosti. Þó endar sú saga í m jög hlýjum m aga. Og þá var það b angsi sem b rosti. (Hrólfur Sveinsson) Skammlínurnar hér eru ein sérstuðluð lína og ef við setjum þrjár síðustu línurnar upp eins og við gerðum í 3C skýrist málið: 3F Þó endar sú saga í m jög hlýjum m aga. = sérstuðluð lína (annar stuðull í 3. kveðu) Og þá var það b angsi sem b rosti. = sérstuðluð lína Ordskyringar: sposkur – háðskur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=