Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 13 3. KAFLI Studlasetning i limrum Í limrum gilda allar þær grundvallarreglur sem eiga við um stuðlasetningu í íslenskum brag. Ljóðstafir standa í áhersluatkvæðum, stuðlar í frumlínum og höfuðstafur í síðlínum . 3 Fyrst skoðum við limru sem hefst á venjulegu braglínupari (ljóðstafir feitletraðir): 3A Ég er þ reyttur á þ ví að gera 4 og þ ví vil ég hér fram bera h eitstrenging þá að h éðan í frá æ tla ég ei ngöngu´ að vera. (Þórarinn Eldjárn) Fyrstu tvær línurnar eru frumlína með tvo stuðla og síðlína með höfuðstaf í fyrsta áhersluatkvæði. Fyrri skammlínan (3. lína) ber einn stuðul ( h í heitstrenging - línan er svo stutt að einn stuðull nægir), og seinni skammlínan (4. lína) er síðlína með höfuðstaf ( h í héðan ). Einnig er hægt að líta á skammlínurnar tvær sem eina frumlínu, sjá um 3B. Síðasta línan er sérstuðluð (stuðlarnir eru æ í ætla og ei í eingöngu ). Í limrum er meira um sérstuðlaðar línur en þið hafið vanist í öðrum kveðskap. Sérstuðlaðar eru þær línur sem bera tvo stuðla en tengjast ekki næstu línu á eftir með höfuðstaf. Sérstuðlaðar línur eru þannig frumlínur án tengsla við síðlínu. Næst lítum við á limru sem hefst á tveimur sérstuðluðum línum (ljóðstafir feitletraðir): 3B Marga n óttina n iða- dimma = sérstuðluð lína útí k irkjugarð k jagar Bimma. = sérstuðluð lína Hún kveðst h alda þeim sið = frumlína (fyrri hluti) því hún h ressist svo við = frumlína (seinni hluti) að h orfa á draugana trimma. = síðlína (Jónas Árnason) 3 Þessum hugtökum (skáletruðum) getið þið flett upp í Bragfræði fyrir unglingastig grunnskólans , bls. 11. 4 Í Bragfræði fyrir unglingastig grunnskólans er kennt að annar stuðullinn verði að vera í 3. kveðu (bls. 12). Það á við í frumlínum sem eru fjórar kveður eða meira. Ef kveðurnar eru bara þrjár, eins og algengast er í limrum, mega stuðlarnir standa í 1. og 2. kveðu, 1. og 3. kveðu eða 2. og 3. kveðu. Ordskyringar: kjaga – ganga þyngslalega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=