Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla
Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 12 Verkefni: a) Skiptið eftirfarandi limrum í kveður, merkið sérstaklega forliði og stúfa: Ég geng út frá því sem gefnu að guð hafi skapað Hrefnu, þó ég geti´ ekki séð neina meiningu með svo fráleitri framleiðslustefnu. (Hermann Jóhannesson) Eina limru ég læt hérna flakka um skeggið á Brandi á Bakka 2 . Niður kjálkunum frá gegnum klof hans það lá og það endaði uppi í hnakka. (Jónas Árnason) Amma var indælis kelling sem eldaði lapþunnan velling. Kunnast var þó þetta kerlingarhró fyrir hlandvolgan uppáhelling. (Böðvar Guðlaugsson) Í dinnernum Kata mig kyssti. Mér krossbrá og andlitið missti ég niður í gólf en náði um tólf að nudda því á mig – og gisti. (Anton Helgi Jónsson) b) Haldið nú áfram að búa til braglínur. Þið sjáið að forliðirnir mega vera nokkuð fyrirferðarmiklir en þið verðið að muna að stuðlarnir mega aldrei vera í forliðunum. Ordskyringar: kyrja – syngja uppáhellingur – kaffi þegar hellt hefur verið upp á sama korginn tvisvar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=