Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla
Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 11 2E Andleysi, athyglisbrest, uppþembu, hjartslátt og pest ættlæga galla, ilsig og skalla limrurnar lækna best. (Hjálmar Freysteinsson) Hér eru stúfarnir á sínum stöðum (undirstrikaðir) en engir forliðir. Og frávikin geta orðið stærri en þetta. Skoðum dæmi: 2F Sr. Agli var ekki´um að kvarta, og þegar Ásgerður reif hann í parta hann barasta byrjaði bóksöng og kyrjaði: Ó, dýrð sé þér dagstjarnan bjarta. (Vilfríður vestan) Orðin | og þegar | eru einn forliður. Stundum eru forliðirnir svo fyrirferðarmiklir að freistandi er að ímynda sér að þeir séu fullburða kveður: 2G Það er hörmung hvað heitt er í Lima; í húsunum sést varla skíma, því flest eru´ án glugga til að fá einhvern skugga og menn fara´ ekki út, nema´ í síma. (Jóhann S. Hannesson) Í línum 3 og 4 rekast á tvíkvæður stúfur og tvíkvæður forliður. Það sama gerist í línum 4 og 5. En orðin | og menn | hljóta samt að vera einn forliður því að kveðurnar mega ekki vera nema þrjár og þær kveður koma þarna á eftir og fylla línuna, tveir þríliðir og tvíkvæður stúfur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=