Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 10 Skoðum fleiri dæmi: 2C Körlunum Ásgerður ann en ekki þann rétta hún fann uns , pínlegt en satt, útí porti hún datt oná pípu- -lagninga- -mann. (Hjálmar Freysteinsson) Hér er ekki forliður í fyrstu línunni. Í 4. og 5. línu eru tveggja atkvæða forliðir sem rúmast ágætlega því að allir stúfarnir eru einkvæðir. Þá er rétt að vekja athygli á því að fyrsta kveðan í 5. línu er tvíliður ( pípu -). Algengt er að inn á milli þríliðanna í limrunum megi finna einn og einn tvílið. Þarna er það sama á ferðinni og þið lærðuð um í Bragfræði fyrir unglingastig , 10. kafla. Þar eru sýnd dæmi um að inn á milli tvíliðanna má oft sjá einn og einn þrílið. Nú hefur dæmið sem sagt snúist við. Hér er tvíliðum stungið inn á milli þríliðanna. Stundum rekast saman tveggja atkvæða stúfar og tveggja atkvæða forliðir. Skoðum dæmi: 2D Það var veisla og geysilegt gaman og gestirnir bjartir í framan yfir lystugum orðum en innst undir borðum lá eilífðin hnipruð saman. (Kristján Karlsson) Í 2. línu limrunnar er stúfur sem er tvö atkvæði og nú bregður svo við að í 3. línu er tveggja atkvæða forliður. Þetta er nokkuð algengt í limrum (og öllum hefðbundnum kveðskap). Ef þið hlustið grannt eftir því getið þið heyrt að strangt tekið er ekki alveg rúm fyrir tveggja atkvæða forlið í 3. línu en þetta gengur samt – og fyrirgefst algjörlega því að limran er svo vel gerð og skemmtileg. Stundum eru alls engir forliðir:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=