Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

8 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR ÞÁTTUR 1: Líkami minn tilheyrir mér! ÞEMA: • Þú ræður yfir þínum líkama. • Þú getur haft margar ólíkar tilfinningar. • Ef einhver gerir eitthvað ólöglegt eða eitthvað sem þú vilt ekki með líkama þinn, þá skaltu segja frá. BLS. 14 ÞÁTTUR 2: Íslensk lög ÞEMA: • Íslensk lög gilda fyrir alla. Þau ákveða hvað maður má og má ekki gera. • Í íslenskum lögum kemur fram að fullorðnir eiga að hugsa vel um börn og fullorðnir mega aldrei meiða börn. • Það er ólöglegt fyrir fullorðna að snerta kynfæri barna á óviðeigandi hátt. BLS. 20 Yfirlit: KENNSLUHUGMYNDIR UM KYNBUNDIÐ OG KYNFERÐISLEGT OFBELDI Hver teiknimynd er um það bil 4 mínútur að lengd og fjallar um líkamann, kynheilbrigði og ofbeldi. Mikilvægt er að ræða við börnin um myndirnar eftir að þau hafa horft á þær. Hér eru tillögur að umræðuefni tengt hverjum þætti, sem getur verið grunnur að samtali í um það bil 20–30 mínútur. Við mælum með að sýna þessa fjóra þætti í fjórum lotum og gefa alltaf góðan tíma fyrir umræðu. Það getur verið einn þáttur á viku, eða þeim skipt niður á nokkrar vikur. Mikilvægt er að börnin fái tækifæri til að spegla sig og líðan sína á milli þátta en einnig að þau fái tíma til að horfa á myndirnar í röð án þess að of langur tími líði á milli hvers tíma. Það er reynsla kennara að nemendur verða öruggari með að tala um efnið þegar það er tekið upp nokkrum sinnum. TIL KENNARA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=