Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 7 Fyrir þau sem vinna í grunnskólum: Hér er að finna tillögur að einföldu kennsluskipulagi sem tengist myndunum, með umræðuspurningum fyrir hverja teiknimynd fyrir sig. Þú færð líka ráð um það hvernig þú getur undirbúið þig og stutt við og fylgt eftir börnum sem segja frá reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi. Kennsla um kynferðisofbeldi styður við hæfniviðmið aðalnámskrár í samfélagsgreinum/ lífsleikni um kynheilbrigði t.d. kynhneigð, að setja mörk, ofbeldi og virðingu. Fyrir þau sem vinna í leikskóla: Myndirnar geta nýst vel með elstu börn leikskólans, að því gefnu að unnið sé með fullorðnum sem hluta af fræðsluáætlun. Á vef Menntamálastofnunar má finna samtalskort og kennsluleiðbeiningar með hugmyndum um samtal til notkunar með 4–6 ára börnum í leikskóla. Í aðalnámskrá fyrir leikskólann segir: „Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.“ Einnig segir: „Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla þarf að vera meðvitað um hvað felst í heilsutengdum forvörnum og geta nýtt sér áreiðanlegar upplýsingar um þætti sem hafa áhrif á heilbrigði. Í skólum þarf að skapa börnum og ungmennum aðstæður til heilbrigðra lífshátta. Til foreldra/forráðamanna: Þegar barn horfir á þessar myndir er líklegt að margar spurningar og vangaveltur komi fram. Horfðu á kvikmyndirnar með barninu og gefðu því svigrúm til að ígrunda og spyrja spurninga um það sem það er að velta fyrir sér. Spurningarnar í þessum kennsluleiðbeiningum geta verið góður upphafspunktur fyrir samtal við barnið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=