Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

6 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Um „Líkami minn tilheyrir mér“ „Líkami minn tilheyrir mér“ er samstarfsverkefni Bivrost Film, Barnaheilla í Noregi, norska ríkissjónvarpið NRK Super og Barna-, unglinga- og fjölskyldustofnun í Noregi (Bufdir). Á Íslandi er verkefnið samstarf Menntamálastofnunar, Barnaheilla, Neyðarlínunnar og Barna-og fjölskyldustofu. Markmiðið með fræðsluefninu er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hægt er að nálgast myndirnar og kennsluleiðbeiningar á vef Menntamálastofnunar, á vef Barnaheilla og á vefnum Krakkaruv. Um teiknimyndirnar Markhópur myndanna eru börn í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla. Teiknimyndirnar geta einnig hentað börnum bæði yngri og eldri, að því tilskildu að þau horfi á þær með fullorðnum einstaklingi. Við mælum með því að börnin horfi á allar fjórar myndirnar með fullorðnum, þar sem þau upplifa efnið mjög ólíkt en saman gefa myndirnar góða innsýn í líkamsvitund, mörk, kynferðislegt ofbeldi og hvernig hægt er að fá hjálp. Með því að fullorðnir horfi á myndirnar með börnunum fá þau tækifæri til þess íhuga efnið og spyrja spurninga á eftir. Um þessar kennsluleiðbeiningar Í kennsluleiðbeiningunum eru ábendingar um málefni sem hægt er að ræða við börn og gefin eru dæmi um spurningar sem börn kunna að hafa eftir að hafa horft á teiknimyndirnar auk þess sem tillögur eru um hvernig best er að svara þeim. Kennsluleiðbeiningarnar hafa það markmið að veita leiðsögn, ábendingar og innblástur. Þær eru hugsaðar fyrir nemendur í 1.–4. bekk grunnskóla en eru líka gagnlegar bæði eldri og yngri börnum. Það er mikilvægt að aðlaga efnið að börnum sem unnið er með og þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Gefðu börnunum tækifæri og tíma til að koma orðum að því sem þau vilja segja eftir að þau hafa horft á myndirnar og hlustaðu á það sem þau eru að velta fyrir sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=