Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

mms.is barnaheill.is „Líkami minn tilheyrir mér“ er teiknimyndaflokkur sem hjálpar börnum að kynnast líkama sínum, þekkja einkenni kynferðislegs ofbeldis, setja sér mörk og virða mörk annarra. Þessar kennsluleiðbeiningar eru til aðstoðar fyrir þá sem vinna með námsefnið í skólum. „Líkami minn tilheyrir mér“: Fjallar um erfitt en mjög mikilvægt málefni á fallegan, einfaldan og auðskilinn hátt. Efnið er mjög vel útskýrt og kennari fær dæmi um spurningar og svör sem hægt er að nýta. Kynferðislegt ofbeldi á börnum á sér stað oftar og er nær okkur en við höldum og er mjög skaðlegt. Öll börn eiga rétt á vernd og þau þurfa að fá fræðslu um réttindi sín, eðlileg samskipti og hvað kynferðislegt ofbeldi er. Þau þurfa að vita hvert þau geta leitað eftir aðstoð og við hvern þau geta talað. Með því að nota þetta námsefni ert þú að valdefla börn og hafa mikil áhrif á velferð þeirra og farsæld. Takk fyrir að hjálpa til við að berjast gegn kynferðisofbeldi á börnum! WINNER

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=