Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 51 leynd, árásargirni, þvingun eða ógnun, er mikilvægt að grípa inn í, leiðrétta hann og leiðbeina börnunum. Það geta verið margar ástæður fyrir því að leikur og samskipti þróast í að verða ofbeldisfull. Stundum getur leikurinn sjálfur þróast á óviðeigandi hátt en stundum hefur reynsla barns áhrif á að geta skilið hvað er rétt. Kynferðisleg hegðun barna getur verið ábending um vanlíðan hjá þeim og á sér margvíslegar orsakir. Það er mikilvægt að barnið fái aðstoð frá fullorðnum sem það treystir þannig að hægt sé að komast að því hvað það er sem liggur að baki hegðuninni. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að auka úrræði til að greina og fylgja eftir börnum sem sýna erfiða og skaðlega kynferðislega hegðun. Til dæmis er hægt er að leita aðstoðar sérfræðinga hjá Barnahúsi. Aðrir mikilvægir samstarfsaðilar geta verið barnavernd, heilsugæsla, barna- og unglingageðdeild. Komi upp grunur um að barnið sjálft verði fyrir misnotkun, verður lögreglan alltaf að koma að málinu. Í 4 gr. Barnaverndarlaga (nr. 80/2002) kemur fram að barnaverndaryfirvöld skulu í störfum sínum leitast við að hafa góða samvinnu sín á milli og við aðrar stofnanir sem fjalla um málefni barna. Þá skulu þau jafnframt stuðla að samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu í þágu farsældar barna. Í 23. gr. laganna kemur fram að við málsmeðferð vegna tilkynninga til barnaverndarþjónustu er hægt að óska eftir samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ef barn hefur þörf fyrir úrræði í kjölfar könnunar máls tekur barnaverndarþjónusta við hlutverki málstjóra sem sér um samstarf við viðeigandi þjónustuveitendur. NETSLÓÐIR Hjálparsíminn 1717 og netspjall Rauða krossins Hjálparsíminn 1717 og netspjall 1717.is. Þar vinna þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri og sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfræðilegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði. Netspjall 112 Hafðu samband við neyðarvörð ef þig vantar aðstoð. Ef þú þarft ekki að fá aðstoð á staðinn þarftu ekki að gefa upp nafn. https://www.112.is/spjall

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=