Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

50 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Hvernig á að hugsa um barnið eftir samtalið? • Segðu barninu að það geti alltaf talað við þig aftur. Ekki bíða eftir að barnið sjálft segi eitthvað, með því er mikil ábyrgð lögð á barnið. Taktu ábyrgð sem fullorðinn einstaklingur og spurðu barnið reglulega hvernig það hefur það og hvernig því líður. • Hjálpið og styðjið barnið við að halda áfram í „hefðbundnu“ hversdagslífi, með námi, leik, frístund og öðrum daglegum athöfnum eftir því sem hægt er. Hlúið að barninu og talið við það um aðra hluti og ekki bara um ofbeldið og eftirfylgni þess. • Í samvinnu við barnavernd geta systkini einnig fengið aðstoð, upplýsingar og eftirfylgni. Þegar börn meiða börn Verulegur hluti kynferðisbrota gegn börnum er framinn af öðrum börnum eða ungmennum. Þú gætir lent í aðstæðum þar sem börn segja frá að annað barn eða ungmenni hafi farið yfir þeirra mörk, hvort sem er í skóla eða frítíma. Þá er mikilvægt að þú munir að báðir aðilar málsins eru börn og að báðir aðilar þurfa aðstoð frá fullorðnum til að öðlast þroska til að skilja hvar mörkin liggja. Börn þurfa svigrúm til að skoða og kynnast líkama sínum og annarra. Mörg börn eru forvitin um líkamann og vilja rannsaka og skoða hann í gegnum leik. Það er eðlilegt fyrir börn að leika sér saman í læknisleik ef leikurinn einkennist af gleði, allir vilja taka þátt og vera saman. Læknisleikur er eins og aðrir leikir þannig að það má ekki neyða neinn til að taka þátt og valdatengslin í leiknum verða að vera jöfn. Börn geta leikið sér saman á furðulegan hátt sem fullorðnum gæti þótt mjög sérstakt. Þau geta til dæmis leikið sér að því að þefa af rassinum á hvort öðru eða fróa sér saman. Svo lengi sem allir eru sjálfviljugir og hafa gaman af er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Ef slíkur leikur á sér hins vegar stað á milli barna með mikinn aldursmun eða hann er án samþykkis allra og ber vott um

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=