Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 5 Kynning á efninu Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir líkamlega og andlega heilsu barna. Í könnun frá 2019 kemur fram að 16,4% barna á Íslandi hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Kynferðisbrot geta átt sér stað á öllum stöðum þar sem börn eru: heima, í skólanum, í frístund eða í heimsókn hjá vinum og fjölskyldu. Mikill meirihluti ofbeldis er framið af einhverjum sem barnið treystir. Engu að síður er efnið umlukið þögn og bannorðum. Það tekur að meðaltali 17 ár fyrir þann sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi að segja frá því. Það geta verið margir ástæður fyrir því að börn segja ekki frá slíku ofbeldi. Sum börn halda að ofbeldi sem það verður fyrr séu eðlileg samskipti eða vita ekki að það er ólöglegt. Önnur börn halda að þau séu þau einu í öllum heiminum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og enginn annar geti skilið þau eða þau vita ekki hvort eða hvar þau geta fengið aðstoð. Mörg börn finna fyrir skömm og sektarkennd yfir því sem gerðist. Börnum er stundu hótað og þora því ekki að segja frá, einnig geta þau orðið hrædd við að verða fyrir einelti. Þá geta börn óttast að ekki sé hlustað á þau eða að þeim sé ekki trúað. Þú getur hjálpað til við að rjúfa þögnina! Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn. Til að vernda börn verða fullorðnir að veita þeim öruggt umhverfi og rými svo þau hafi hugrekki til að tala um kynferðislegt ofbeldi. Það getum við gert með því að taka umræðu um kynferðisofbeldi í kennslu í skólum og leikskólum og gefa nemendum tækifæri til að velta málefninu fyrir sér og spyrja spurninga. Með því að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi stuðlar það að vernd þeirra. Kynferðislegt ofbeldi á sér einnig stað á milli jafningja. Börn sem læra um líkamann snemma, læra um mörk og kynferðisofbeldi eru ekki bara betur í stakk búin til að vernda sig sjálf heldur öðlast þau einnig meiri skilning og virðingu fyrir eigin mörkum og mörkum annarra. Að veita börnum þekkingu á líkamanum, mörkum og ofbeldi er því mikilvægur liður í að koma í veg fyrir, þekkja einkenni og bregðast við kynferðilegu ofbeldi. Þegar þú kennir börnum hvað kynferðislegt ofbeldi er, að það sé ólöglegt og aldrei þeim að kenna, ef þau verða fyrir ofbeldi og að hægt sé að fá hjálp, valdeflir þú börnin og gerir þeim kleift að vernda sig og tjá sig. Það getur skipt öllu máli fyrir barnið og haft allt að segja um það hvernig því vegnar í lífinu eftir að hafa sagt frá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=