Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 49 • Vertu í samstarfi við barnið um hverjum þarf að segja frá. Útskýrðu fyrir barninu að nauðsynlegt sé að fá ráð bæði frá öðrum í skólanum (t.d. skólahjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa, skólastjóra) og frá t.d. barnavernd, Barnahúsi eða öðrum svo það fái sem besta aðstoð. Sá fullorðni og barnið geta líka orðið sammála um að bíða aðeins með að upplýsa aðra og tala aftur saman eftir samkomulagi • Ef barnið vill ekki að haft verið samband við aðra fullorðna eða lögregla/ barnavernd hjálpi til verður að reyna að finna út hvers vegna. Það getur verið eitthvað sem barnið hefur ekki sagt frá, jafnvel eitthvað sem er mikilvægt að komast að svo barninu líði sem best og fái aðstoð við hæfi. • Ef barnið vill ekki að einhver annar viti af því sem kom fyrir það, er engu að síður nauðsynlegt að hafa samráð við aðrar stofnanir, lögreglu eða barnavernd strax. Upplýstu barnið um þetta og útskýrðu hvers vegna. Það gæti þurft að tryggja sönnunargögn og barnið getur mögulega verið í hættu. • Sá fullorðni sem barnið hefur treyst fyrir leyndarmáli sínu þarf að ræða málið við næsta stjórnanda eða skólastjóra. Ekki má miðla upplýsingum til fleiri en þeirra sem þurfa að sinna málinu eða sjá um barnið. Börn taka fljótt eftir því ef aðrir fullorðnir hegða sér allt í einu öðruvísi nálægt þeim án þess að þeir viti hvers vegna og það getur valdið þeim óöryggi og ruglingi. Oft er það skólastjóri skólans sem tilkynnir málið til barnaverndar og/eða lögreglu en á öllu starfsfólki hvílir tilkynningarskylda telji það ástæðu til að ætla að börn geti verið í hættu, í samræmi við 17. gr. barnaverndarlaga (80/2002) og Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik- grunn og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda. • Hver og einn getur alltaf haft samband til að ræða nafnlaust við barnavernd, lögreglu eða Barnahús. • Ef barnið segist verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra sinna, forsjáraðila eða annarra í nánustu fjölskyldu, þá eru þeir ekki upplýstir að mál sé tilkynnt til barnaverndar og/eða lögreglu. Ef ofbeldið er framið af einhverjum utan nánustu fjölskyldu eru forsjáraðilar upplýstir og leitað samvinnu við þá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=