MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 47 Veittu barninu bæði öryggi og fyrirsjáanleika en aldrei lofa einhverju sem þú getur ekki staðið við. Segðu sannleikann! Þegar barn segir frá kynferðislegu ofbeldi verða miklar breytingar á lífi þess sem veldur óöryggi hjá því. Barnið missir stjórnina og yfirsýn á eigið líf. Sem fullorðinn getur þú veitt barninu öryggi með því að láta það vita að þú viljir hjálpa og að þú munir komast að því hvað best er að gera. Það er auðvelt að lofa hlutum sem þú getur ekki staðið við í viðleitni þess að veita barninu öryggi. En það er mikilvægt að forðast það því það getur skapað enn meira óöryggi. Útskýrðu fyrir barninu hvað þú ætlar að gera við upplýsingarnar sem þú hefur fengið og hvers vegna. Ekki hika við að tala við barnið um hvað barnið sjálft hugsar og hugsið upphátt saman – frá sjónarhóli barnsins miðað við aldur og þroska. Vertu með það á hreinu að þú viljir að barnið fái vernd og aðstoð svo kynferðisofbeldið stoppi og barnið sé öruggt. Verið meðvituð um skömm og sektarkennd barnsins Börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi finna nánast alltaf fyrir sektarkennd og skömm. Það getur verið vegna þess hversu tabú málefnið er, vegna einhvers sem sá sem beitir ofbeldi hefur sagt, eða vegna þess að barnið sjálft veitti ekki virka mótspyrnu og finnst þess vegna að það „hafi tekið þátt í ofbeldinu“. Gerðu barninu grein fyrir því að það er aldrei börnum að kenna ef fullorðnir beita þau kynferðislegu ofbeldi. Hvað sem börn hafa gert, er það aldrei þeim að kenna. Forðastu að skrímslavæða þann sem beitir ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi er oft framið af einstaklingi sem börnin þekkja og líkar við. Þetta getur líka vera manneskja sem er oftast góð við barnið. Ef þú lýsir viðkomandi sem beitir ofbeldi sem „vondum“ eða „viðbjóðslegum“ getur það valdið því að barnið kannist ekki við þá lýsingu á viðkomandi og dragi sögu sína til baka. Barnið getur líka haft áhyggjur af því hvað verður um þann sem beitir ofbeldi ef leyndarmálið kemst upp. Því er það ekki vænlegt til árangurs að leggja áherslu á að viðkomandi verði refsað og fari í fangelsi – það getur líka orðið til þess að barnið vill ekki lengur segja frá eða dregur skýringuna til baka, vegna þess að hann eða hún vill vernda þann sem beitir ofbeldi. rForðastu að segja: Segðu í staðinn: «„Nú verður allt í lagi.“ «„Þú munt aldrei upplifa svona ofbeldi framar.“ «„Ég lofa að segja ekki neinum það sem þú ert að segja mér.“ „Það var mjög gott að þú sagðir mér þetta.“ „Þú sýnir mikið hugrekki. „Börn ættu aldrei að burðast með svona leyndarmál ein.“ „Nú skal ég finna út hvað við þurfum að gera til þess að þú fáir hjálp.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=