Hvernig best er að haga Hlustaðu á barnið og hjálpaðu því að segja frá Það getur verið erfitt fyrir börn að tala um og koma orðum að því sem þau hafa upplifað. Hinn fullorðni getur aðstoðað það með virkri hlustun og hvatningu í samtalinu með því að segja „segðu mér meira“, endurtaka það sem barnið segir eða spyrja spurninga til að fá útskýringar t.d. hver, hvað og hvar. Hinn fullorðni má ekki leiða spurningarnar og samtalið því það getur orðið til þess að barnið breyti frásögninni í samræmi við það sem við leitumst við að heyra. Það gæti líka verið gott að spyrja hverjir aðrir vita um það sem barnið er að segja eða hvort það hafi komið fyrir aðra og hvort barnið haldi að þetta muni gerast aftur. Sem fullorðinn einstaklingur verður þú að sýna einlægan áhuga á því sem barnið er að segja. Farðu varlega í að túlka það sem barnið segir út frá þinni eigin reynslu, hlustaðu heldur á það sem raunverulega er sagt. Biddu barnið að útskýra betur ef þú áttar þig ekki á hvað það meinar. Dæmi um fullyrðingu sem hægt er að túlka á mismunandi vegu er: Barnið: „Hefurðu stundað endaþarmsmök?“ Fullorðinn:«„Endaþarmsmök? Hvað ertu þá að meina?“ Barnið: „Þú veist, þegar við stöndum með bakið hvort að öðru og nuddum rassinn upp og niður.“ Hér kemur í ljós að barnið tengdi orðið „endaþarmsmök“ við eitthvað annað en sá fullorðni gerði líklega. Þá er mikilvægt að þú komir með útskýringar á þessum misskilningi. Verið meðvituð um eigin viðbrögð og líkamstjáningu Börn eru góð í að lesa líkamstjáningu. Hafðu það í huga í samtalinu, þannig að barnið finni að þú sért virkilega að hlusta. Sittu fyrir framan barnið, leggðu frá þér önnur verkefni og símann og hafðu líkamstjáninguna bæði vingjarnlega og opna. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef barnið segir eitthvað sem gæti verið erfitt fyrir þig að skilja, eða ef þér finnst óþægilegt að hlusta á það sem barnið segir. Þá er auðvelt að líta ómeðvitað út fyrir að efast um að barnið segir sé satt, hrukka ennið og krossleggja hendur yfir brjóstið. Slík líkamstjáning er mjög fráhrindandi fyrir barnið og getur komið í veg fyrir að það segi frá og gæti upplifað að þú trúir því ekki. Barninu getur liðið illa með að deila einhverju með þér ef þú gefur til kynna að þér finnist erfitt að hlusta á frásögn þess. Þú mátt gjarnan segja barninu og sýna því að frásögn þess hefur áhrif á þig og að þér þykir miður að þetta hafi komið fyrir barnið. En segðu skýrt að þú þolir að heyra það sem barnið vill segja og að það hafi verið rétt hjá því að tala við þig og það þurfi hugrekki til þess. samtalinu? MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 45
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=