44 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Hvar og hvenær ættir þú að eiga samtal? • Finndu stað þar sem þið getið talað saman óáreitt. Þetta er líklega erfitt samtal fyrir barnið og truflanir frá öðrum geta valdið því að það hættir að tala og að barnið getur ekki sagt frá. Ef það er samtal sem kemur af sjálfu sér; passaðu þig á að leita af stað í nágrenninu þar sem þú getur farið afsíðis á til að vernda barnið. Þú getur til dæmis beðið barnið að hjálpa þér með eitthvað inni í kennslustofunni eða á bókasafni skólans. • Ef það er ekki mögulegt fyrir þig að eiga samtal við barnið þá og þar, þarftu að skipuleggja nýjan tíma með barninu samdægurs og helst eins fljótt og hægt er. Barnið þarf að vita nákvæmlega hvenær og hvar samtalið muni fara fram. Leggðu áherslu á að þú viljir tala við barnið og hlusta á það sem það vill segja en að þú getir ekki talað við það einmitt núna. Þú verður að hafa góða útskýringu sem er líka ásættanleg fyrir barnið. • Það er mjög mikilvægt að vera til staðar og hlusta vel þegar barn hefur tekið fyrsta skrefið til að segja frá. Það getur líka verið skelfilegt fyrir barnið og hugrekkið getur horfið ef það upplifir að sá fullorðni hafi ekki tíma til að hlusta. Ef þú hefur áhyggjur af barni • Vertu forvitin og með opinn huga í garð barnsins, sýndu tillitssemi og spyrðu spurninga um það hvernig barninu líður. • Sýndu að þér þykir vænt um barnið og að þú viljir hjálpa. Bentu barninu líka á annað fólk sem það getur talað við um erfiða hluti, bæði í skólanum og utan hans. • Ræddu við aðra fullorðna í skólanum sem þekkja barnið vel og skipuleggið saman hvað þið getið gert til að hjálpa barninu að tala um það sem er erfitt. • Þú getur alltaf haft samráð nafnlaust við lögreglu, barnavernd og aðra stofnanir ef þú hefur áhyggjur og efast um hvað þú ættir að gera. MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=