Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 43 Þegar börn hafa fengið fræðslu um kynferðisofbeldi aukast líkurnar á því að þau hafi frumkvæði af að segja frá einhverju, sem þau sjálf eða aðrir sem þau þekkja, hafa upplifað. Oft velja þau ákveðinn aðila sem þau vilja segja frá og gefa oft litlar vísbendingar. Mikilvægt er að þessi tiltekni einstaklingur sé meðvitaður um traust sem barnið hefur sýnt honum. Hér eru nokkur hagnýt og einföld ráð um hvernig þú getur útfært samtal við barn sem liggur eitthvað á hjarta og/eða barn sem þú hefur áhyggjur af og gæti viljað segja frá einhverju. Hér eru einnig ráð um hvað getur verið gott að gera næst og hvernig þú getur fylgt samtalinu eftir. • Hvar og hvenær ættir þú að eiga slíkt samtal? • Hvernig á að haga samtalinu? • Hvernig á að tilkynna um málið og hverjum? • Hvernig á að hlúa að barninu eftir samtalið? • Hvað ef barn hefur beitt annað barn kynferðislegu ofbeldi? FLEIRI RÁÐ OG ÆFINGAR Í AÐ TALA VIÐ BÖRN: • Bókin Verndum þau eftir Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur. Hægt að panta námskeið á heimasíðu. Æskulýðsvettvangurinn. • Ofbeldi gegn börnum hlutverk skóla – gagnleg bók fyrir kennara á heimasíðu Menntamálstofnun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=