MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 41 Ótti við að börn séu „hvött til“ til að kanna kynferðislegar tilfinningar sínar Sumir fullorðnir óttast að fræðsla til barna um kynlíf hvetji þau til að prófa það sem þau eru að læra um, án þess að vera tilbúin til þess. Þá er mikilvægt að vita að öll börn hafa kynferðislegar tilfinningar og eru forvitin um eigin líkama og líkama annarra. Mörg börn byrja snemma að stunda sjálfsfróun og kynlífsleiki eða læknisleiki með öðrum börnum. Þetta er bæði eðlilegt og algengt og það er misjafnt hvenær og hversu snemma þau byrjar að kanna kynferðislegar tilfinningar sínar. Börn ættu að fá að kanna kynhneigð sína og þau þurfa að læra hvað er í lagi að gera, hvað er hættulegt og hvað er ólöglegt. Fullorðnir eiga að hjálpa börnum að verða meðvituð um sín eigin takmörk og efla skilning og virðingu fyrir mörkum annarra. Að læra um eiginn líkama, mörk og ofbeldi stuðlar að því að börn læri það. Skortur á verkferlum Margir kennarar nefna að þeim finnist erfitt að taka upp umræðu um kynferðisofbeldi vegna þess að þeir eru hræddir við að bregðast ekki rétt við ef grunur leikur á að ofbeldi hafi átt sér stað eða ef börn segja frá slíku ofbeldi. Ýmsar ástæður eru fyrir þeim áhyggjum. Margir óttast að hafa rangt fyrir sér, að barnið fái ekki nægilega góða aðstoð þannig að foreldrar missi traust til skólans og vilji ekki vera í samstarfi við hann. Mikilvægt er að starfsfólk skólans sé vel undirbúið, þjálfi sig andlega og skoði verklagið við ólíkar aðstæður. Þá er mikilvægt að eiga góða samvinnu við stoðþjónustuna í sveitarfélaginu um það hvernig bera að afgreiða mál af þessu tagi og verkferlar þurfa að vera skilvirkir. Tilmælin í þessum bæklingi um eftirfylgni vegna barna sem áhyggjur eru af verða vonandi til þess að styðja við starfsfólk og efla öryggi þess og hæfni þegar grunur vaknar um kynferðislegt ofbeldi gegn barni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=