Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

40 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Ótti við að börn verði hvött til að spinna upp sögur um kynferðislegt ofbeldi Miklar líkur eru á að börn segi ekki frá eða ræði ekki um kynferðisofbeldi sem þau verða fyrir. Ef barn segir frá að það hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi er hægt að treysta því að þau séu að segja rétt og satt frá. Sumir óttast að með því að fræða börn um kynferðislegt ofbeldi leiði það til þess að börn ásaki einhverja fullorðna um kynferðisofbeldi sem hefur ekki átt sér stað. Það er afar sjaldgæft að slíkur skáldskapur eigi sér stað. Það er ekki hlutverk fullorðinna að meta hvort barnið segir satt og rétt frá eða ekki, það er hlutverk viðeigandi fagfólks að skera úr um það. Ef barn sýnir þér það traust að segja þér frá kynferðisofbeldi verður þú að sýna barninu að þú trúir því og tilkynna málið strax til barnaverndar og/eða lögreglu svo hægt sé að fylgja því eftir og rannsaka nánar. Þú finnur frekari upplýsingar um það á bls. 48. Óþægilegt að svara persónulegum spurningum um líkamann og kynlíf Sumir fullorðnir upplifa samtöl um líkamann og kynheilbrigði sem vandræðaleg eða óþægileg. Í slíkum tilfellum getur samtalið við börnin verið vandræðalegt og skilar ekki árangri. Það getur verið gagnlegt að hugsa fyrir fram hvernig best er að fjalla um og útskýra fyrir barninu þessi málefni svo það verði ekki vandræðalegt þegar upp koma aðstæður til að tala um það. Hafðu í huga hvernig þú getur verndað bæði þitt eigið líf og barnanna. Líkaminn og kynlíf er einkamál hvers og eins þrátt fyrir það er almenn umræða góð. Fullorðnir eiga ekki að ræða að ræða við börn um eigið kynlíf og upplifanir. Ef börn spyrja um þitt eigið kynlíf geturðu svarað því að þú viljir halda því út af fyrir þig. Það sem skiptir sköpum í þeim tilfellum er að þú bregðist vel við því að hlusta á spurningar barnanna og þau skammist sín ekki fyrir að spyrja. Hlustaðu vel á hvað barnið spyr um og reyndu að svara eins vel og þú getur, á heiðarlegan og hreinskilinn hátt um leið og þú virðir þína friðhelgi til einkalífs. Ef þú færð spurningar sem þér finnst vera á mörkum þess að vera meira en barn ætti að vita er mikilvægt að fá upplýsingar um hvaðan barnið fær þessar hugmyndir að spurningum. Segðu að þú trúir því sem barnið hefur að segja og spurðu hvaðan það fékk þessar spurningar eða af hverju það vili vita það sem það spyrji um. Er það sem barnið spyr um eitthvað sem eldri systkini eða aðrir úr umhverfi þeirra hafa sagt þeim? Eða er barnið útsett fyrir kynferðislegu ofbeldi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=