4 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Formáli Þakka þér fyrir að lesa þessar kennsluleiðbeiningar með myndunum „Líkami minn tilheyrir mér“. Árið 2017 unnu Barnaheill í Noregi í samstarfi við Bivrost Film og NRK Super við að framleiða „Líkami minn tilheyrir mér“, teiknimyndaseríu um kynferðisofbeldi fyrir börn. Þættirnir vöktu mikla athygli í Noregi og skólar og leikskólar tóku upp kennslufyrirkomulag kvikmyndanna á öllum skólastigum. Í framhaldi af því leitaði Menntamálastofnun í samstarfi við Neyðarlínuna, Barnaheill og fleiri eftir leyfi til að þýða og talsetja þessar myndir á íslensku fyrir börn á Íslandi. Hér má sjá afrakstur þeirrar vinnu. Í Noregi hafa myndirnar fengið góða umsögn í skólum, leikskólum og einnig hjá börnum og foreldrum. Samdóma mat flestra er að teiknimyndirnar og kennsluleiðbeiningar virki mjög vel í kennslu. Börn fræðast um líkamann, mörk og ofbeldi. Það veitir þeim betri skilning á því að virða mörk annarra og sjálfs sín og börnin læra hvert þau geta leitað eftir aðstoð. Fullorðnir verða líka öruggari í að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi eftir áhorf á þessar myndir og þau læra hversu miklu máli það skiptir að hjálpa barni sem er í hættu. Í Noregi er reynslan sú að börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi tilkynna það frekar eftir að hafa séð myndirnar í skólanum. Vonandi nýtist efnið vel á Íslandi líka. Barnaheill í Noregi og á Íslandi vinna að því að gefa öllum börnum tækifæri til að lifa og þroskast, fá gæðamenntun, lifa öruggu lífi og hafa áhrif. Á Íslandi hafa Barnaheill einbeitt sér að því að tala um að börn eigi rétt á fá vernd gegn ofbeldi, meðal annars kynferðisofbeldi. Til þess að ná þessu markmiði verðum við hafa alla landsmenn í liðinu. Við þurfum þig í lið með okkur! Með því að nota þessar kennsluleiðbeiningar, horfa á teiknimyndirnar og tala við börn um líkamann, mörk og ofbeldi færir þú börnum mikilvæga þekkingu. Þekkingu sem veitir börnum öryggi. Þakka þér fyrir að hjálpa til við að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum! Kópavogi 2023 Barnaheill á Íslandi og Menntamálastofnun
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=