Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 39 Af hverju finnst mörgu fullorðnu fólki erfitt að tala við börn um kynferðisofbeldi? Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi. Til að það geti orðið að veruleika er mikilvægt að börnin sjálf þekki vel líkama sinn. Þau þurfa að þekkja sín mörk og annarra og vita hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvernig þau geta tjáð sig ef þau upplifa eitthvað sem á ekki að eiga sér stað. Margir fullorðnir eru sammála um að mikilvægt sé að fræða börn um kynlíf og kynferðislegt ofbeldi en eru samt mjög óöruggir um hvernig á að gera það. Sumir skólar upplifa að foreldrar séu á móti því eða efist um að ung börn eigi að fræðast um þau málefni sem tengjast líkamanum, mörkum og kynferðislegu ofbeldi. Hér á eftir er fjallað um ýmsar ástæður þess að sumum fullorðnum gæti ekki fundist við hæfi að fjalla um þennan málaflokk við börnin sín. Þetta getur verið gagnlegt í samræðum við foreldrahópinn. Ótti við að barnið verði hrætt eða sært Kynvitund barna er ólík fullorðinna. Líkamlegar og sálrænar tilfinningar eru mismunandi og viðbrögð tengd samtölum um efnið geta þess vegna vera öðruvísi hjá börnum en fullorðnum. Á sama tíma verðum við að vera meðvituð um að það getur verið ógnvekjandi fyrir börn að komast að því að til séu fullorðnir sem beita börn kynferðislegu ofbeldi. Oft fræðum við börn um annað sem gæti hrætt þau, eins og að fara varlega í umferðinni eða hvernig best er að bregðast við ef það kviknar í heima hjá þeim. Okkur finnst sjálfsagt að veita börnum slíka fræðslu og reynum að finna jafnvægi í samtalinu þannig að þau skilji mikilvægi þess að gæta öryggis og hvernig best sé að haga sér í þannig aðstæðum en samt án þess að við hræðum þau að óþörfu. Við verðum líka að finna þetta jafnvægi þegar við tölum við börn um kynferðisofbeldi. Fræða þarf börn um að þau eigi sinn líkama sjálf, þau mega alltaf segja stopp og að þau geti alltaf leitað sér hjálpar hjá þeim fullorðnu til að finna fyrir öryggi. Börn sem þekkja hugtakið ofbeldi eiga auðveldara með að segja nei og þau eiga auðveldara með að segja frá ef þau lenda í þannig aðstæðum. Börn sem eru líkamlega meðvituð um hvað má og hvað ekki frá unga aldri eiga einnig auðveldara með að bera virðingu fyrir mörkum annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=