Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 37 Pabbi setti hitamæli í rassinn á mér þegar ég var veik. Og líka stíl. Það var vont og ógeðslegt. Er það löglegt? Stundum þurfa fullorðnir að hjálpa til við að snerta kynfærin og rassinn. Til dæmis að hjálpa við að skeina rassinn þegar þið hafið farið á klósettið, baða ykkur, mæla hita eða setja stíl í rassinn. Stundum getur það verið vont og líka svolítið sárt. En það er eitthvað sem fullorðnir verða að gera til að ykkur líði vel. Það er löglegt og það er algengt. Er löglegt fyrir börn að snerta kynfærin á hvert öðru? Mörgum börnum finnst gott að snerta sín eigin kynfæri. Mörg börn vilja skoða kynfæri og rass hvers annars, til dæmis í læknisleik. Það er allt í lagi ef öllum finnst þetta skemmtilegt. En það er mikilvægt að börn sem hafa áhuga á að skoða kynfæri hvert annars séu á svipuðum aldri, jafnstór og jafn sterk og allir vilja vera með. Enginn má þvinga eða plata neinn til þess að skoða kynfæri hvers annars. Öll börn eiga rétt á að ráða yfir eigin líkama. Sjá einnig 1. þátt, umræðuspurningu 4: Líkami okkar og kynfærin Af hverju er bannað að biðja börn um að snerta kynfæri fullorðinna? Ef fullorðnir og börn eru að snerta kynfæri hvert annars getur það skaðað börn. Þau geta fengið verulega verki í rassinn eða kynfærin. Þeim getur líka liðið mjög illa andlega, fá kvíða eða verður illt í maganum. Þegar frændi Fjólu biður hana um að greiða hárið í kringum typpið á honum finnst henni það frekar skrýtið. Eftir á gæti henni liðið illa og upplifað að hún fengi steinklump í magann og óttast það að hann komi aftur. Það má enginn snerta barn eins og frændi Fjólu snertir hana, það er stranglega bannað. Það kemur fram í íslenskum lögum. 2 3 4 Börn verða að fá að þroska kynhneigð á sínum eigin forsendum út frá eigin þroska og án afskipta frá fullorðnum. Þegar börn rannsaka og skoða líkama hvers annars þurfa þau að fylgja reglum í þeim leik. Það verður að vera frjálst og skemmtilegt. Þegar börn leika náið öðlast þau dýrmæta þekkingu á eigin líkama og skynja líðan annarra barna með öðrum börnum. Það veitir þeim staðfestingu á því að tilfinningarnar séu eðlilegar og viðurkenndar og ekki neitt til að skammast sín fyrir. TIL KENNARA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=