36 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 1 Mikilvægt er að taka spurningum barna alvarlega og taka á þeim. Börn eru að reyna að skilja heiminn og spyrja oft um orsakir og afleiðingar. En það þýðir ekki að börn þurfi að fá að vita allt. Hér að ofan höfum við nefnt dæmi um hvernig hægt er að tala við börnin án þess að þurfa að fara djúpt í það af hverju fullorðið fólk fremur kynferðislegt ofbeldi á barni. Þú getur líka einfaldlega svarað t.d. með því að segja: „Þetta er góð spurning. Af hverju heldurðu að fullorðið fólk geri svona við börn?“ Þú færð þá tækifæri til að hlusta á rök eða fá staðfestar þær hugmyndir sem börn sjálf hafa um hvers vegna kynferðislegt ofbeldi á sér stað. Verið meðvituð um að börn gætu spurt spurninga af öðrum ástæðum en hreinni forvitni. Þau gætu haft þörf fyrir að segja frá og spyrja spurninga, það getur verið þeirra tilraun til að hefja samtal. Þá er mikilvægt að þú gefir þeim tækifæri til þess. Aðrar spurningar sem börn kunna að hafa Hér höfum við safnað saman nokkrum ólíkum spurningum sem börn geta spurt eftir hafa séð myndirnar, sem fullorðnum gæti reynst erfitt að finna eitt gott svar við. Við höfum nokkrar tillögur að svörum, sem gætu hjálpað þér að vera öruggari í að takast á við spurningar barnanna. Af hverju vilja sumir fullorðnir og ungt fólk snerta kynfæri barna?/Hvers vegna þykist sumt fólk ekki vita að það eru til íslensk lög sem banna það? Þetta er mjög góð spurning. Það getur verið erfitt fyrir okkur að skilja hvers vegna sumt fólk vill það og oft vitum við það ekki. Það sem við vitum er að það er alveg sama hver ástæðan er, það er aldrei til nein afsökun fyrir því sem það fólk gerir. Það er alltaf bannað fyrir fullorðna að snerta kynfæri barna á óviðeigandi hátt. Það þarf að hjálpa þeim sem það gera við að hætta því og börn sem hafa upplifað það verða að fá hjálp. Þess vegna er svo mikilvægt að segja frá. TIL KENNARA
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=