Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 35 ÚRVINNSLA ÖRYGGISNET BEKKKJARINS Tilgangur þessarar umræðu og vinnu er að velta fyrir sér hvað það er sem veitir börnum öryggi og segir þeim hvert þau geta leitað til að fá hjálp og til að styðja og hjálpa hvert öðru. Verkefnið sem gott er að enda á er að allir teikna eða skrifa skilaboðin sín á hjartalaga miða sem síðan eru hengdir upp í nokkurs konar „öryggisnet“. Öryggisnetið getur auðveldlega verið net sem hengt er upp í skólastofunni eða miðarnir settir á töfluna eða á vegginn. Þetta verkefni getur orðið tækifæri fyrir börn til að segja frá hverju sem þau burðast með í hjarta sínu. Fylgstu með og fylgdu því eftir sem börnin deila, talaðu við þau í leiðinni og hlustaðu á hugleiðingar þeirra. Ekki hika við að skrifa líka miða, jafnvel með því sem þið fullorðna fólkið þurfið að gera svo börn í bekknum séu örugg. Hægt er að hengja hjörtun upp sem áminningu um að skólinn eigi að vera öruggur staður fyrir börnin og að þið hjálpið hvert öðru að finna til öryggis. Gefðu tíma til að ræða miðana og það sem nemendur skrifuðu á þá. Ekki hika við að gera þetta sem eins konar samantekt og áminningu um það mikilvægasta sem þú hefur talað um í vinnunni við Líkami minn tilheyrir mér. Nú munum við búa til „öryggisnet“ bekkjarins! Það er til að við sjáum að við getum öll hjálpast að til að öllum líði vel og finni til öryggis. Nú ætlum við að hugsa hvað lætur ykkur líða vel og hvernig við getum látið öðrum líða vel. Nú fái þið tvö hjartalaga blöð. Á annað blaðið teiknið þið eða skrifið það sem lætur ykkur líða vel og finna til öryggis og á hitt blaðið skrifið þið eða teiknið það sem þið viljið gera fyrir aðra í bekknum til að þeim finnist þau örugg og líði vel.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=