Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

34 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Hvaða fullorðna fólk finnst ykkur best að tala við um erfiða eða sorglega hluti? Skoðið aftur saman veggspjaldið með þeim fullorðnu sem nemendur treysta og finnst öruggt að tala við. Segðu nemendunum að þú sért einn af þeim sem þeir geta talað við. Skrifaðu númer Neyðarlínunnar á töfluna. Minnið nemendur á að öll börn sem upplifa eitthvað svipað því sem Fjóla eða Orri eru að upplifa, þurfi hjálp frá fullorðnum sem þau treysta. Það á líka við þótt þeim þyki vænt um þann fullorðna sem hefur brotið á þeim kynferðislega. Segðu þeim líka að ef þau reyna að tala við einhvern fullorðinn og sá hinn sami hlustar ekki á þau þá þurfa þau að tala við annan fullorðinn svo þau geti fengið hjálp. 6. VERTU GÓÐUR VINUR Fullorðnir eiga að hugsa vel um börn. En börn geta líka passað upp á hvert annað! Við eigum að vera til staðar fyrir hvert annað þannig tryggjum við að öllum líði vel. Hvernig getið þið hjálpað hvert öðru? Hvað ættuð þið að gera ef vinur eða vinkona segir þér frá slíku leyndarmáli sem á ekki að þegja yfir? Ef ykkur er sagt frá þannig leyndarmáli getur verið erfitt að vita hvað best er að gera. Kannski eruð þið beðin um að lofa því að segja aldrei neinum frá! Jafnvel þó þið hafið lofað að segja aldrei neinum, verðið þið samt að segja fullorðnum frá því. Kannski getið þið farið saman til einhvers fullorðins til að segja frá leyndarmálinu? Eða sagt sjálf þeim sem þið treystið. Þið eruð samt góðir vinir þó þið hafið lofað að segja ekki neitt. Góðir vinir hjálpa hver öðrum. Og börn sem eiga leyndarmál eins og Orri og Fjóla þurfa hjálp frá fullorðnum. RÁÐ!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=