Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

32 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Hvað var kennarinn að tala um í skólanum? Hvað lærði Orri í þeirri kennslustund? Orri kemst að því að það sem hann hefur upplifað er kynferðislegt ofbeldi. Hann lærir að það er ekki honum að kenna. Það sem Magga hefur gert er ólöglegt fyrir fullorðna að gera. Hann lærir líka að hann á rétt á að fá hjálp og að Magga þarf hjálp til að hætta því sem hún gerir. Hann kemst að því að þetta er þannig leyndarmál sem maður á ekki að þegja yfir. Hvað er Magga að gera sem má ekki? Möggu finnst gaman að snerta typpið og rassinn á Orra þegar hann er í heimsókn. Henni finnst gott að snerta typpið hans og hún biður Orra líka um að snerta píkuna sína. Hún sýnir honum líka kvikmyndir þar sem fullorðnir eru að stunda kynferðislega leiki. Það er ólöglegt fyrir fullorðna og ungt fólk að snerta börn og sýna þeim þannig myndir. Er Orri að gera eitthvað ólöglegt? Nei! Þó að Orri snerti líka píkuna á Möggu og vill taka þátt af því að hún biður hann þá er það Magga sem er að gera eitthvað ólöglegt en ekki Orri. Af hverju segir Magga að margir verði reiðir við Orra ef hann segir frá? Magga segir það vegna þess að hún vill hræða Orra, svo að hann þori ekki segja frá. 4. ÞAÐ ER ALDREI ÞÉR AÐ KENNA Af hverju þorir Orri ekki að segja pabba sínum frá því sem hefur gerst strax? Orri er hræddur um að pabbi hans verði reiður. Hann sér eftir því að hafa logið að pabba sínum. Hann er hræddur og heldur að það sé sér að kenna. En það er aldrei barni að kenna ef fullorðnir eða unglingar vilja snerta á þeim kynfærin. 03:36

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=