30 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Þáttur 4: ÞAÐ ER ALDREI ÞÉR AÐ KENNA • Það er aldrei þér að kenna ef einhver fullorðinn vill snerta kynfæri þín. • Sumum leyndarmálum á ekki að þegja yfir. • Vertu góður vinur! ÞEMA Tími: 25–30 mín. Umræðupunktar: 1. INNGANGUR Byrjaðu á því að sýna titilmynd þáttanna á skjánum og talaðu aðeins um hvað nemendur muna úr fyrri myndum. 2. SÝNA KVIKMYND OG RÆÐA Um hvað fjallar þessi mynd? 3. LEYNDARMÁL SEM EKKI Á AÐ ÞEGJA YFIR Eru þið vön að þegja yfir leyndarmálum? Hvað er gott dæmi um leyndarmál? Það eru sum leyndarmál sem þið ættuð ekki að þegja yfir. Hvers konar leyndarmál geta það verið? Það geta verið leyndarmál sem gera ykkur hrædd og döpur eða kannski hefur einhver gert eitthvað ólöglegt. Þá verðið þið að segja fullorðnum aðila sem þið treystið frá því sem gerðist. RÁÐ!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=