28 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 4. AÐ VERA ÖRUGG Hvað er best að gera ef þið eruð hrædd við eitthvað? Hvað getið þið gert til að leysa málið? Ef þið eruð hrædd við eitthvað getið þið talað við einhvern fullorðinn. Fullorðna fólkið mun hjálpa ykkur og aðstoða því það á að passa upp á ykkur. 5. FULLORÐNIR SEM MÁ TREYSTA Frændi Fjólu gerir hluti sem eru ólöglegir og meiða Fjólu. Hann hræðir hana svo hún verður hrædd. En hún segir mömmu sinni hvað hann gerði og þá fær hún hjálp. Við hvern er best að tala þegar þið þurfið að segja frá einhverju sem er erfitt, eða eitthvað sem hefur hrætt ykkur eða komið í uppnám? Skoðið aftur veggspjaldið sem unnið var áður, það er listann yfir þá fullorðnu sem börnin geta treyst og talað við. Minnið börnin líka á að þau geti talað við þig eða einhver annan í skólanum. Vitið þið hvað Neyðarlínan er? Þú getur hringt í Neyðarlínuna alla daga og nætur. Þar vinna fullorðnir sem eru mjög góðir í að hjálpa börnum og ungmennum. Öll börn mega hringja í Neyðarlínuna í síma 112 ef þau upplifa eitthvað sem er erfitt eða ólöglegt. Það er líka hægt að senda sms í síma 112 eða senda skilaboð á netspjalli Neyðarlínunnar 112.is Skrifaðu símanúmerið hjá Neyðarlínunni upp á töflu eða hengdu það upp á áberandi stað í skólastofunni. 6. KENNSLUHUGMYNDIR Fæstir fullorðnir gera eitthvað ólöglegt við börn eða hræða þau. En sumir gera það. Ef þið hittið einhvern fullorðinn sem hræðir ykkur, þá verðið þið að segja frá og tala við einhvern annan fullorðinn svo þið getið fengið hjálp. Lesið aftur veggspjaldið semnemendur bjuggu til með lista yfir þá fullorðnu sem þau treystu. Minntu nemendur líka á að þau geta talað við þig eða einhvern annan í skólanum. RÁÐ! RÁÐ!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=