Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 25 04:26 7. AÐ LOKUM Nú höfum við lært að fullorðnir verða að sjá til þess að börn finni að þau séu örugg. Fjóla þekkir ekki íslensk lög svo hún veit ekki að það sem frændi hennar er að gera er bannað. En núna erum við búin að læra um íslensk lög! Nú ættuð þið öll að vita að þið hafið rétt á að segja frá ef þið upplifið eitthvað ólöglegt og að fullorðnir VERÐA að hjálpa ykkur og sjá til þess þið upplifið ykkur sem örugg börn. VERKEFNAVINNA Nemendur geta unnið saman veggspjald með ljóni sem á að tákna íslensk lög og 19. grein Barnasáttmálans. Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau. Hér má finna sniðmát af ljóninu. Kennsluhugmynd 1: Öll börnin mála lófann á sér að innan með rauðri, appelsínugulri, gulri eða brúnni málningu og þrýsta lófunum í kringum andlit ljónsins þannig að til verði ljónamakki. Skrifaðu texta 19. greinar Barnasáttmálans á veggspjald undir ljóninu. Kennsluhugmynd 2: Öll börnin fá autt blað, leggja hönd á það og teikna útlínur handarinnar. Börnin lita höndina sem þau teiknuðu í rauðum, appelsínugulum, gulbrúnum lit og klippa þær út og líma í kringum höfuð ljónsins. Skrifa síðan 19. grein Barnasáttmálans undir myndina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=