Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

24 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 6. LÖGIN VERNDA BÖRN Er það löglegt sem frændi Fjólu gerir? Hvað finnst ykkur að Fjóla ætti að gera? Hvað haldið þið að gerist ef Fjóla segir mömmu sinni frá? Það stendur reyndar í lögunum að ef Fjóla segir móður sinni hvað hún er að upplifa þá verði mamma hennar að hjálpa henni! Hún verður að segja lögrelgunni frá, þannig að Fjóla upplifi að málið sé komið í vinnslu og að verið sé að vernda hana gegn ofbeldinu. Við munum tala meira um þetta þegar við sjáum næstu mynd. Í lögum á Íslandi er tilgreint hvað þið megið gera og líka hvað þið megið ekki gera. Í lögunum stendur að fullorðnir verði að vernda börn. Ef fullorðnir sjá að börn gætu orðið fyrir skaða verða þeir að gera eitthvað til að stöðva það. Ef þeir sjá til dæmis að barn er að fara að hlaupa út á götu í veg fyrir bíl, þá eiga þeir að koma til hjálpar. Fullorðnir verða að gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að barnið verði fyrir skaða. Allir fullorðnir verða að hjálpa börnum sem þurfa hjálp. Það er í íslenskum lögum og allir fullorðnir vita það. Ef þú hefur upplifað eitthvað sem er ólöglegt og reynt að segja fullorðnum frá því og þú hefur ekki fengið aðstoð, segðu þá öðrum fullorðnum frá sem þú treystir! 03:58

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=